zodiac constellation taurus virgo
tvíburar

Vörur frá Kossmoss eru unnar út frá stjörnumerkjunum og eiga þær að styrkja jákvæða sjálfsvitund.  

Með því að sjá jákvæðar staðhæfingar um sjálfan þig ferðu að tengja við orðin og lifa eftir þeim. Kossmoss vill stuðla að sjálfsást og að hver og einn sjái það góða í sínu eigin fari.

bogamadur

Hugmyndafræði Kossmoss snýr að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd barna með því að hafa fyrir augum þeirra jákvæðar og uppbyggjandi staðhæfingar um þeirra stjörnumerki.

Stjörnumerkjafræðin hefur þróast í þúsundir ára og ávallt vakið áhuga og forvitni mannfólksins. Himninum var upphaflega skipt í 12 svæði eftir legu stjarnanna og árinu sömuleiðis og við fæðingu barna fæðast þau inn í stjörnumerkið sem sólin er staðsett á þeim tíma. Það kemur fyrir að stjörnumerki skiptast um miðja nótt og því viljum við benda þeim sem vilja vera nákvæmir að fletta upp dagsetningunni á fæðingardeginum í þessum link: Stjörnumerkja tímatal