KOSSMOSS vörulínan er undirmerki frá IDEE hönnunarstudio, en það er í eigu Írisar Ágústsdóttur og Freyju Árnadóttur. Kossmoss línan er hönnuð í samstarfi við myndlistarmanninn Anton Borosak.

Hugmyndafræði Kossmoss snýr að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd barna með því að hafa fyrir augum þeirra jákvæðar og uppbyggjandi staðhæfingar um þeirra stjörnumerki. Í vinnslu eru fleiri vörur sem eru væntanlegar í sölu hér á síðunni von bráðar.