Persónuvernd

 

Með því að nota heimasíðuna okkar og vefverslunina okkar, samþykkir þú eftirfarandi skilmála um persónuvernd.

Við gætum beðið þig um að láta okkur fá persónulegar upplýsingar sem gætu verið notaðar til að bera kennsl á þig eða hafa samband við þig. Þegar þú pantar hjá okkur biðjum við þig um upplýsingar svo sem nafn, tölvupóstfang, heimilisfang og greiðslukortaupplýsingar. Við notum þessar upplýsingar til að ganga frá pöntuninni þinni og koma henni til þín. Fjármálatengdar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að innheimta greiðslu fyrir pöntun þína. 

Með því að skrá netfangið þitt hjá okkur munt þú fá markaðsefni, tilboð og aðrar fréttir frá okkur í gegnum tölupóst, sem við höldum að þú hafir áhuga á. Þú getur alltaf skráð þig af tölvupóstlistanum okkar.

Við leggjum okkur fram við að vernda allar persónulegar upplýsingar sem viðskiptavinir okkar gefa upp á heimasíðunni. Við heitum viðskiptavinum okkar fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin og upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Neðangreindur aðili ber ábyrgð á því að tryggja að notkun persónuupplýsinga þinna uppfylli ákvæði í persónuupplýsingalöggjöf Evrópusambandsins:

Idee hönnunarstudio ehf.
Auðbrekku 30, 3 hæð
200 Kópavogi
Íslandi 
Sími +354 697 7006
Email: kossmoss@idee.is

Ef þú hefur einhverjar spurningar um meðferð okkar á persónuupplýsingum hafðu þá endilega samband í gegnum heimilisfangið, símanúmerið eða netfangið sem gefið er upp hér að ofan. Vinsamleast láttu fylgja með upplýsingar um hvar þú býrð (land) og tilgreindu þær spurningar sem þú hefur.

Þú átt rétt á að óska eftir því að við eyðum öllum þínum persónuupplýsingum. Við munum gera það sé þess óskað, ef það er ekki einhver brýn ástæða fyrir því að við þurfum að halda eftir afriti af gögnunum. Til að óska eftir því að þínum persónuupplýsingum sé eytt, sendu þá línu á kossmoss@idee.is.

Skilmálar

Afhending pantana:

Allar vörur sem pantaðar eru fyrir miðnætti eru afgreiddar næsta virkan dag nema um sé að ræða sérpöntun á vöru með sértilgreindann afhendingartíma.

Upplýsingar viðskiptavina:

Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Kossmoss.shop ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki látnar öðrum í té.

 Vöruskil:

Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé greiðslukvittun sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt.  Ef varan uppfyllir ekki væntingar kaupanda varðandi gæði eða lit getur kaupandi skilað vörunni, varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegri pakkningu. Við endurgreiðum vöruna innan 10 daga frá því að við fáum hana í hendur. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.  Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið kossmoss@idee.is áður en vöru er skilað.

Kvartanir:

Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og því hvetjum við viðskiptavini okkar til að hafa samband telji þeir að vara eða þjónusta hafi verið ófullnægjandi.

Aðrar spurningar:

Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband. Sendu tölvupóst á kossmoss@idee.is.

 Að senda með Póstinum:

Viðskiptavinur greiðir gjald samkvæmt verðskrá Póstsins. Verðið reiknast í sendingarmáta þegar gengið er frá greiðslu. Hægt er að velja um það hvort varan/vörurnar séu sóttar í Póstbox, sóttar á Pósthús eða keyrðar heim að dyrum. Verð reiknast út frá þyngd sendingar.

Að senda með DROPP:

Viðskiptavinur getur valið hvort hann sæki vöru á N1 stöð næst sér eða fá þetta heimsent samdægurs (Höfuðborgarsvæðið eða Suðvesturhornið) sé pantað fyrir klukkan 13.00 á daginn.

Vara sótt:

Hægt er að sækja pantanir í Kópavog, gegn samkomulagi eða á milli klukkan 14:00 og 16:00 virka daga.

 

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann

Kossmoss (IDEE hönnunarstudio ehf)

Kennitala: 560915-2090

VSK númer:     121593

Heimilisfang: Auðbrekka 30, efri hæð, bakdyramegin

Tölvupóstur: kossmoss@idee.is

Sími: 6977006